David Sullivan eigandi West Ham segir að Declan Rice hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en West Ham vann Sambandsdeildina í gær.
Rice er sagðru ansi líklegur til þess að ganga til liðs við Arsenal og segist Sullivan eiga von á tilboðum strax í dag.
„Þetta var líklega hans síðasti leikur, við lofuðum honum að hann mætti fara og hann vill fara,“ segir Sullivan.
„Það hefur enginn leikmaður lagt jafn mikið á sig fyrir okkur á þessari leiktíð. Við þurfum að fylla hans skarð með nokkrum leikmönnum.“
West Ham hafði boðið Rice svakalegan samning og hann hefur tapað tæpum tveimur milljörðum á því að hafna honum.
„Við buðum honum 200 þúsund pund á viku fyrir 18 mánuðum. Hann hafnaði því, það hefur kostað hann 10 milljónir punda í töpuðum launum. Hann vill fara.“
„Það er ekki hægt að halda í leikmann sem vill ekki vera hérna.“