West Ham er líklegasta félagið til að hreppa Harvey Barnes í sumar. Þetta segir í frétt Telegraph.
Barnes er 25 ára gamall og hefur verið lykilmaður hjá Leicester undanfarin ár.
Á nýafstaðinni leiktíð skoraði hann 13 mörk og lagði upp 3 í 40 leikjum.
Leicester féll hins vegar úr úrvalsdeildinni og er Barnes því líklega einn af mörgum lykilmönnum sem eru á förum.
West Ham leiðir kapphlaupið en fleiri félög hafa áhuga. Má þar nefna Aston Villa, Newcastle og Tottenham.