Eden Hazard ætlar að hætta í fótbolta nú þegar hann hefur samið um starfslok við Real Madrid en ár var eftir af samningi hans.
Hazard hefur upplifað fjögur mjög erfið ár hjá Real Madrid en huggaði sig við það að þéna 70 milljónir á viku.
Hazard er aðeins 32 ára gamall en hann hefur glímt við mikil meiðsli hjá Real Madrid.
Segir í fréttum að Hazard ætli að hætta núna en muni halda áfram að búa í Madríd þar sem fjölskyldan hefur það gott.
Hazard kostaði 100 milljónir punda þegar Real Madrid keypti hann frá Chelsea sumarið 2019.
Hazard átti frábæra tíma hjá Chelsea og var mjög öflugur með landsliði Belgíu.