Lionel Messi hefur ákveðið að ganga í raðir Inter Miami.
Þetta segir hinn virti blaðamaður Guillem Balague en grein eftir hann þess efnis birtist á vefsíðu BBC nú fyrir stundu auk þess sem Balague greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni.
Hinn 35 ára gamli Messi er að renna út á samningi hjá Paris Saint-Germain og fer frítt til Inter Miami.
Argentínumaðurinn hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Barcelona og lið í Sádi-Arabíu. Samkvæmt nýjustu fréttum er áfangastaðurinn hins vegar MLS-deildin vestan hafs.
Nýlega var sagt frá því að Inter Miami og MLS-deildin væru að vinna að því í sameiningu að fá Messi og það gæti nú hafa tekist.
Messi has decided. His destination: Inter Miami
Leo Messi se va al Inter Miami
— Guillem Balague (@GuillemBalague) June 7, 2023