Stuðningsmaður Manchester City er það vongóður um að lið sitt klári þrennuna, hann hefur látið setja á sig húðflúr þess efnis.
City mætir Inter Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardag og þá kemur í ljós hvort liðið klári þrennuna.
City er búið að vinna deild og bikar á þessu tímabili og getur afrekð það að klára stóru þrennuna.
Það afrekaði Manchester United árið 1999 og nú gætu nágrannar þeirra í City leikið það eftir.
Stuðningsmaðurinn er búinn að hlaða á sig flúri sem verður ekki tekið af þrátt fyrir að allt klikki á laugardag.