Inter Miami og MLS-deildin vestan hafs eru í sameiningu að reyna að setja saman tilboð til að fá til sín Lionel Messi.
The Athletic fjallar um stöðu mála.
Messi verður samningslaus hjá Paris Saint-Germain á næstunni og ljóst að hann er á förum.
Sjálfur er Argentínumaðurinn sagður hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Barcelona, félagsins sem hann neyddist til að yfirgefa fyrir tveimur árum síðan.
Börsungar eru hins vegar í miklum fjárhagsvandræðum og þurfa að selja nokkra leikmenn til að eiga efni á Messi.
Inter Miami, félag í eigu David Beckham, hyggst nýta sér það og vill bjóða Messi samning.
Í ofanálag er MLS-deildin til í að leyfa Messi að eignast hlut í félagi í deildinni þegar hann leggur skóna á hilluna.
Messi hefur einnig verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Samkvæmt nýjustu fréttum er það hins vegar ekki möguleiki.