KR komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum í gær.
Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir snemma leiks og allt stefndi í sigur KR.
Það var hins vegar Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði fyrir Stjörnuna með marki á 94. mínútu. Nokkru áður hafði Hilmar Árni Halldórsson klikkað á vítaspyrnu.
Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmarkið fyrir KR á 103 mínútu og tryggði KR miða í undanúrslitin þar sem liðið mætir Víkingi.
Hörður Magnússon og Logi Ólafsson lýstu leiknum á RÚV og voru einmitt steinhissa á vítaklúðri Hilmars Árna, sem almennt er mjög sparkviss.
Viðbrögð þeirra má sjá hér að neðan.
Upplifðu augnablikið þegar Hilmar Árni klúðraði vítaspyrnunni gegn KR með Herði Magnússyni og Loga Ólafssyni pic.twitter.com/d5cf9cc0vO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023