fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Ísak ómyrkur í máli um stöðuna – „Ég er ósáttur með hvernig hefur verið komið fram við mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Ísak Bergmann Jóhannesson er afar ósáttur við stöðu sína hjá FC Kaupmannahöfn. Hann ræddi við 433.is á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Ísland mætir Slóvakíu 17. júní og Portúgal þremur dögum síðar í undankeppni EM 2024.

„Þetta er risaleikur. Þetta er „do or die.“ Við verðum að vinna hann. Vonandi getum við fyllt völlinn 17. júní og sýnt fólki að við ætlum að komast á EM,“ segir Ísak um leikinn.

Hann var í aukahlutverki hjá FCK á nýafstaðinni leiktíð og er allt annað en sáttur með það.

„Ég er ósáttur með hvernig hefur verið komið fram við mig í FCK. Ég spilaði til dæmis mjög vel á móti AGF, svo er mér hent aftur á bekkinn. Það er svolítið sagan,“ segir Ísak, en hann byrjaði gegn AGF undir lok tímabils í sigri og stóð sig vel.

„Það er ekki hægt að gera mikið meira en það sem ég gerði á móti AGF.“

En hugsar hann sér til hreyfings í sumar?

„Ég er mjög ósáttur með stöðuna núna. Mér finnst ég ekki fá það sem ég á skilið hjá FCK. Það getur vel verið en nú er ég einbeittur á landsleikina.“

Ítarlega er rætt við Ísak í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
Hide picture