fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Ísak Bergmann telur litla bróður sinn hafa valið rétt – „Ég held að þetta sé fullkomið skref“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Ingi Jóhannesson, 16 ára gamall leikmaður ÍA, er á leið til Nordsjælland í Danmörku í sumar.

Daníel er gríðarlega efnilegur og hefur þegar komið við sögu með ÍA í Lengjudeildinni í sumar. Hann er bróðir Ísaks Bergmann Jóhannessonar, sem er á mála hjá FC Kaupmannahöfn, en faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson. Daníel er miðjumaður líkt og faðir sinn og bróðir.

„Ég held að það sé mjög gott skref, ég held að Nordsjælland sé perfect klúbbur fyrir ungan leikmann til að bæta sig,“ segir Ísak Bergmann í samtali við 433.is.

Ísak Bergmann er búsettur í Kaupmannahöfn en skoðar aðra kosti eftir lítinn spilatíma á þessu tímabili, verði hann áfram hjá FCK munu þeir bræður búa í sömu borginni.

„Þeir búa til ógeðslega góða leikmenn sem fara út í heim og gera það gott, ég held að þetta sé fullkomið skref,“
segir Ísak um ákvörðun litla bróðurs.

Viðtalið við Ísak er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
Hide picture