Borussia Dortmund hefur staðfest á heimasíðu sinni að Jude Bellingham sé að yfirgefa félagið og ganga í raðir Real Madrid. Það á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum.
Virtustu blaðamenn heims hafa keppst um að flytja fréttir af skiptunum.
Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims og kostar Real Madrid um 100 milljónir evra til að byrja með. Sú upphæð mun svo hækka með tímanum.
Þá skrifar Bellingham undir sex ára samning í spænsku höfuðborginni.
Kappinn á að gangast undir læknisskoðun í spænsku höfuðborginni á næstu dögum.
Bellingham hefur átt frábæru gengi að fagna með Dortmund síðustu ár og ekki var frammistaða hans á HM í fyrra með enska landsliðinu til að draga úr áhuga á honum.