Tottenham hefur áhuga á því að fá Harry Maguire fyrirliða Manchester United en hann er til sölu í sumar ef rétt tilboð kemur á borðið.
Maguire er samkvæmt enskum blöðum ekki sagður ætla að ýta á það að verða seldur en skoðar það ef tilboð kemur á borðið.
Segir í frétt Telegraph að Harry Kane fyrirliði Tottenham hafi áður mælt með því að Maguire komi til félagsins. Segir að hann myndi fagna komu Maguire þó hann sjálfur íhugi að fara frá félaginu.
Maguire var í aukahlutverki hjá Manchester United á þessu tímabili og virðist Erik ten Hag ekki ætla að treysta á hann.
Maguire hefur upplifað erfiða tíma innan vallar hjá United en hefur á sama tíma spilað afar vel með enska landsliðinu.
Tottenham show an interest in Harry Maguire – no indication yet whether it will be followed by a bid but it would get the backing of Harry Kane…#thfc https://t.co/fjQByrj145
— Matt Law (@Matt_Law_DT) June 6, 2023