Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United er sagður ætla að skrifa undir nýjan samning við félagið. Eitt ár er eftir af samningi hans við félagið.
Viðræður hafa staðið yfir og segir í fréttum í enskum blöðum í dag að nýr samningur sé að verða klár.
Rashford vær verulega launahækkun en hann er með 200 þúsund pund á viku í dag en fer líklega yfir 300 þúsund pund á viku á nýjum samningi.
„Marcus verður áfram hjá United, hann vildi bíða eftir því að sæti í Meistaradeildinni væri klárt. Hann elskar að spila fyrir Ten Hag og telur hann standa við sín loforð,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
Rashford var öflugasti sóknarmaður United á þessu tímabili en Ten Hag vonast eftir því að geta fengið fleiri sóknarmenn til að hjálpa Rashford.
PSG hefur sýnt Rashford áhuga en ef marka má fréttir dagsins verður hann áfram á Old Trafford.