OnlyFans-stjarnan Coyote Cutee hefur orðið þekkt fyrir það að girða niður um sig á leikjum Bari í ítölsku B-deildinni á þessari leiktíð.
Hún er mikill stuðningsmaður liðsins, sem er tveimur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Liðið mætir Cagliari heima og að heiman í úrslitaleikjum um laust sæti í Serie A.
Fari svo að Bari komist upp þarf Cutee að efna loforð sem hún gaf í haust. „Ég ætla að strippa ef Bari kemst upp í Serie A,“ sagði hún þá.
Claudio Ranieri er stjóri Cagliari og eru hans menn þeir einu sem geta stöðvað Bari.
Í haust bárust fréttir af því að Coyote stæði í stappi við lögregluna á Ítalíu vegna athæfa sinna á knattspyrnuleikjum. Hún tjáði sig um málið á sínum tíma.
„Sem kona vil ég geta sýnt líkama minn þegar ég vil. Þetta er mitt val. Ég bý til efni fyrir OnlyFans-síðuna mína og sel það. Ég geri allt fyrir mig sjálfa. Ég lít samt ekki á mig sem klámstjörnu,“ sagði Coyote um afskipti lögreglunnar.