David Beckham og sonur hans, Brooklyn, vöktu athygli á úrslitaleik enska bikarsins um helgina.
Þar mættust Manchester City og Manchester United, en Beckham er auðvitað stuðningsmaður síðarnefnda liðsins.
Þeir fögnuðu eins og óðir menn þegar Bruno Fernandes jafnaði leikinn fyrir United í 1-1.
Það vakti athygli margra en því hefur oft verið haldið fram að Brooklyn sé stuðningsmaður Arsenal.
Hann lék með yngri liðum félagsins á árum áður.
Það virðist þó sem svo að Brooklyn hugsi hlýtt til United, miðað við fagnið.
Becks was loving that Bruno Penalty 😍 pic.twitter.com/dIITWZoAnb
— United Peoples TV (@UnitedPeoplesTV) June 3, 2023