Lengjudeildarmörkin eru á dagskrá hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans í kvöld.
Í þættinum fara þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson yfir 5. umferð Lengjudeildar karla, þar sem nóg var um að vera.
Það gengur vel í Mosfellsbæ og Grafarvogi en ekki eins vel í Breiðholti og á Akranesi.
Það og miklu fleira er tekið fyrir í þætti kvöldsins.
Hann er aðgengilegur frá klukkan 18:30 í kvöld.