fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Kristján biður Jón afsökunar á ummælunum fyrir helgi – „Ekkert í fyrsta sinn sem menn villa á sér heimildir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sparkspekingur hefur beðið þjálfara karlaliðs Fram, Jón Sveinsson, afsökunar á röngum fréttaflutningi fyrir helgi.

Kristján hélt því fram í hlaðvarpinu Þungavigtinni að Jón hafi farið í frí norður á Akureyri nokkrum dögum fyrir leik Fram gegn KA í Bestu deildinni. Hann hafi svo hitt leikmenn sína fyrir norðan skömmu fyrir leik.

Þetta var hins vegar leiðrétt fyrir helgi og kom í ljós að Jón hafði farið á Siglufjörð í jarðarför og aðeins misst af einni æfingu fyrir leik Fram gegn KA.

„Heimildamaður minn var aðeins úti á túni. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem menn villa á sér heimildir. Ég hefði betur unnið heimavinnuna aðeins betur,“ segir Kristján Óli í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

„Ég get nýtt tækifærið hér og beðið Jón afsökunar. Mönnum verður stundum á í messunni og hann svaraði fyrir sig á vellinum,“ bætti Kristján við, en Fram vann sterkan 4-1 sigur á Keflavík á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistararnir að fá annað ungstirni

Meistararnir að fá annað ungstirni