Lionel Messi er fluttur frá París og mættur til Barcelona í húsið sem hann og fjölskylda hans eiga þar. Hann vill helst ganga í raðir Barcelona í sumar en óvíst er hvort það sé hægt.
Barcelona þarf að taka verulega til í bókhaldi sínu til að geta fengið Messi en faðir hans og umboðsmaður hefur fundað með félaginu.
„Stóra spurningin er hvort Barcelona hafi efni á Lionel Messi, þessa stundina er það ekki séns. Þeir hafa ekkert pláss á launaskrá sinni þrátt fyrir að Sergio Busquets og Jordi Alba séu farnir,“ segir blaðamaðurinn Julien Laurens sem er ansi virtur.
„Barcelona verður að selja og lækka launakostnað til að geta fengið Messi. Messi er í Barcelona með fjölskyldu sinni, en Barcelona þarf að selja Raphinha, Franck Kessie og kannski Ansu Fati til að eiga fjármuni fyrir Messi.“
„Stóra spurningin er hversu lengi Messi bíður? Hversu lengi nennir hann að bíða til að sjá hvort þeta geti gengið. Það eru enginn svör hjá Barcelona á næstunni.“
„Messi vill lausna sem fyrst svo hann viti hvar hann spili á næstu leiktíð.“