Wout Weghorst framherji Burnley gæti verið á leið til Everton þar sem Sean Dyche stjóri liðsins vill fá hann í sínar raðir.
Dyche keypti Weghorst til Burnley fyrri einu og hálfu ári.
Þessi þrítugi framherji Burnley var á láni hjá Manchester United síðustu sex mánuði. Hann spilaði 31 leik og skoraði tvö mörk.
Fyrri hluta tímabilsins var hann á láni hjá Besiktas en hann virðist ekki vera að snúa aftur til Burnley.
Everton hefur áhuga á að kaupa hollenska framherjann sem er þrítugur.