Breiðablik 3-1 FH:
0-1 Úlfur Ágúst Björnsson
1-1 Klæmint Olsen
2-1 Davíð Ingvarsson
3-1 Klæmint Olsen
Breiðablik er komið í undanúrslit bikarsins eftir 2-1 dramatískan sigur á FH í átta liða úrslitum í kvöld. Leikið var á Kópavogsvelli.
Gestirnir voru sterkari aðili leiksins í fyrri hálfleik og það var Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði eina markið í þeim hálfleik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson virtist ósáttur með sína menn og gerði tvöfalda breytingu í hálfleik, Klæmint Olsen var annar þeim sem kom inn og hann jafnaði leikinn.
Klæmint virtist rangstæður þegar hann skoraði en ekkert var dæmt. Það var svo Davíð Ingvarsson sem tryggði Blikum sigur í undanúrslitum. Undir lok leiksins Eggert Gunnþór Jónsson svo rekinn í sturtu fyrir tæklingu á miðjum velli.
Blikar höfðu þó tíma fyrir eitt mark en Gísli Eyjólfsson spólaði sig í gegnum vörn FH og sendi boltann á Klæmint sem setti boltann í netið.
Fyrr í kvöld fóru Víkingar í pottinn en átta liða úrslitin klárast á morgun.