Berglind Björg Þorvaldsdóttir sóknarmaður hjá PSG í Frakklandi og íslenska landsliðsins á von á sínu fyrsta barni. Frá þessu greinir hún á Instagram.
Berglind og unnusti hennar munu taka á móti sínu fyrsta barni í nóvember.
Berglind er fædd árið 1992 en hún spilaði lítið sem ekkert hjá franska stórliðinu á þessu tímabili. Hún á ár eftir af samningi sínum hjá PSG.
„Three in November…og nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ skrifar Berglind á Instagram.
Berglind hefur átt afar farsælan feril bæði hér á landi og erlendis en hér heima hefur hún lengsta af leikið með Breiðablik.