Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Fimm einstaklingar á Englandi voru í vikunni dæmdir til samtals 30 ára og sjö mánaða fangelsisdóms fyrir að bjóða upp á ólögleg streymi til að horfa á ensku úrvalsdeildina, sem og fleira.
Um lengsta dóm sögunnar í slíkum málum er að ræða.
Einstaklingarnir fimm voru á bakvið þrjár streymissíður sem bauð upp á útsendingar á ensku úrvalsdeildinni, sem og fjölda sjónvarpsstöðva, kvikmynda og þátta.
Hafði starfsemin sem um ræðir rakað inn um sjö milljónir punda á fimm árum.
„Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt,“ sagði Helgi.
Horfðu á þáttinn í heild hérna
Hrafnkell tók til máls. „Miðað við dóma sem fólk úti í heimi fær fyrir aðra hluti er þetta auðvitað stórfurðulegt. Ég næ því engan veginn.
Þeim er mjög annt um réttinn sinn þarna á Englandi.“
„Þurfa þessar stöðvar ekki að vakna og aðeins stíga inn í nútímann?“ spurði Helgi þá og Hrafnkell svaraði játandi.
„Verkamaðurinn á Englandi á ekkert efni á þessu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.