Real Madrid hefur staðfest það að Marco Asensio muni ekki spila annað tímabil með félaginu.
Það var ákvörðun sem Asensio tók í maí en hann hafnaði þá samningstilboði liðsins sem vildi halda hans kröftum.
Asensio getur því yfirgefið félagið á frjálsri sölu í sumar og eru allar líkur á að hann sé á leið til Paris Saint-Germain.
Real staðfesti brottför Asensio í gær en hann vann deildina þrisvar með félaginu og Meistaradeildina einnig þrisvar.
Einnig var staðfest að framherjinn Mariano Diaz væri á förum en hann hefur lítið fengið að spila.