David de Gea má ekki vera markvörður Manchester United ef liðið ætlar sér að keppa um helstu titla Evrópu.
Þetta segir Roy Keane, fyrrum leikmaður liðsins, en De Gea er ansi umdeildur á meðal stuðningsmanan liðsins.
De Gea var ekki sannfærandi í 2-1 tapi gegn Manchester City í gær en um var að ræða leik í úrslitum enska bikarsins.
Keane er sjálfur goðsögn Rauðu Djöflana en hann vill ekki sjá Spánverjann verja mark liðsins á næsta tímabili.
De Gea vann þó gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er sá markmaður sem hélt sem hreinu oftast.
,,Þeir þurfa nýjan markmann og þá einnig framherja í heimsklassa. Ég er kominn með ógeð af því að segja þetta,“ sagði Keane.