Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, setti fram athyglisverða færslu á Twitter síðu sína í gær.
Jóhann er að sjálfsögðu mikill Bliki en hann hefur leikið í atvinnumennsku í mörg ár bæði í Hollandi og á Englandi.
Íslenski landsliðsmaðurinn tjáði sig um leik Breiðabliks og Víkings sem fór fram á föstudag og var mikið um læti.
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vildi meina eftir leik að hans menn hefðu klárlega átt sigurinn skilið og að liðið hafi verið betri aðilinn í 2-2 jafntefli.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á sama máli en Blikar skoruðu tvö mörk undir lokin eftir að hafa verið 2-0 undir.
Jóhann bendir á tölfræðina úr leiknum þar sem það virðist nokkuð ljós að Blikar hafi allavega átt skilið stig úr viðureigninni.
Èg sè ekki betur en Víkingar hafi verið nokkuð heppnir að fá stig í Kópavoginum í gær. pic.twitter.com/dxGOjEjRqP
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) June 3, 2023