Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby gátu svo sannarlega brosað í gær eftir markalaust jafntefli við Horsens.
Jafnteflið þýðir að Lyngby heldur sér í efstu deild eftir að AaB og Silkeborg gerðu einnig jafntefli í lokaumferðinni.
Margir voru búnir að dæma Lyngby niður fyrr á leiktíðinni en útlitið var alls ekki gott um tíma.
Freyr náði hins vegar að snúa gengi liðsins við en framtíð hans er óljós og er óvitað hvað tekur við eða hvort hann haldi áfram þjálfun þar.
Freyr skrifaði Twitter færslu í gær þar sem hann þakkaði fyrir hlý skilaboð í kjölfar úrslitana og fyrir tímabilið í heild sinni.
Færsluna má sjá hér.
Que Sera, sera
Tak for rejsen.
Tak for alle beskederne
Læser dem imorgen nu nyder jeg 🔥 https://t.co/eLrG6kODry— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 3, 2023