Chelsea er tilbúið að láta Mason Mount þjást ef félagið fær ekki nógu hátt tilboð í leikmanninn í sumar.
Mount vill komast burt frá Chelsea samkvæmt enskum miðlum en hann verður samningslaus næsta sumar.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en hann er sterklega orðaður við Manchester United og hefur einni verið bendlaður við Liverpool.
Chelsea ætlar ekki að selja sig ódýrt í sumar og er tilbúið að láta samning hans renna út ef rétt upphæð kemur ekki á borðið.
Samkvæmt Times vill Chelsea fá 70 milljónir punda fyrir Mount sem er enskur landsliðsmaður en átti ekki sitt besta tímabil í vetur.