Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er búinn að tjá félaginu hvern hann vill fá í sumarglugganum sama hvað.
Ancelotti er ákveðinn í að fá Harry Kane frá Tottenham en það er the Athletic sem greinir frá.
Athletic er með ansi góðar heimildir og telur að Real muni gera allt mögulegt til að fá Kane frá Tottenham í sumar.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Samningur Kane rennur út næsta sumar og þarf Tottenham að selja ef hann neitar að skrifa undir framlengingu.
Ancelotti hefur fundað með stjórn Real um framtíðina og á Kane að taka við af Karim Benzema sem fer væntanlega á næsta ári.