Það er enn óljóst hvort Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur á knattspyrnuvöllinn og þá hvenær það yrði.
Mál gegn Gylfa var fellt niður í vor og er honum frjálst að semja við félög. Hann hefur ekki leikið fótbolta í rúm tvö ár, frá því hann spilaði síðast með Everton.
Hann hefur til að mynda verið orðaður við lið hér á landi. Málið var rætt í Dr. Football.
„Það sem maður heyrir er að hann sé ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann haldi áfram að spila fótbolta. En ef hann heldur áfram vill hann spila á grasi,“ sagði Jóhann Már Helgason.
Sigurður Gísli Bond lagði tvo og tvo saman og telur Gylfa þá á leið í FH. „Þá hlýtur hann að koma heim í Krikann.“
Aðeins fjögur lið í Bestu deild karla spila á grasi.
„Þetta er sigur fyrir grasmenn,“ sagði Jóhann.