Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, var hress er hann ræddi við útvarpsstöðina Cadena Cope fyrir helgi.
Simeone var þar fenginn til að svara spurningum um persónuleg mál og þar á meðal hvað gerist á bakvið luktar dyr heima fyrir.
Þáttastjórnandi nefndi við Simeone að venjan væri fyrir Spánverja að stunda kynlíf fjórum sinnum í mánuði með sínum maka.
Simeone var spurður út í það hvort hann væri hluti af þeim hóp en harðneitaði og vill ekki sjá leikmenn í sínu liði sem bjóða upp á þá tölfræði.
Simeone bendir síðan á að sú tala sé alltof lág og gefur í skyn að hann og hans eiginkona séu mun virkari í svefnherberginu en það.
,,Hversu oft segirðu? 56 sinnum á ári? Hvað er það mikið á mánuði, fjórum sinnum? Nei..“ sagði Simeone mjög hissa.
,,Einhver sem stundar kynlíf fjórum sinnum í mánuði fær ekki að spila í mínu liði.“