Xavi, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að Lionel Messi muni taka ákvörðun um eigin framtíð í næstu viku.
Messi er orðaður við endurkomu til Barcelona en hann spilar í dag með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Útlit er fyrir að Messi sé á förum í sumar en Barcelona er mikið nefnt til sögunnar sem og lið í Sádí Arabíu.
,,Hann sagði mér að hann myndi taka ákvörðun í næstu viku og við verðum að láta hann vera,“ sagði Xavi.
,,Ef við erum að tala um Leo á hverjum degi þá hjálpar það engum. Að lokum þá tekur hann ákvörðun í næstu viku.“
,,Hann mun taka ákvörðun um sína framtíð og dyrnar hér eru opnar, það er ekki hægt að ræða það frekar.“