Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Age Hareide kynnir sinn fyrsta landsliðshóp á þriðjudag. Býst Ásgerður við tíðindum?
Horfðu á þáttinn í heild hérna
„Ekkert sem hann er ekki búinn að segja frá áður. Hann er búinn að tilkynna að Albert komi inn aftur og ég býst ekki við að það verði stórar breytingar.“
„Það er spenna fyrir þessu sem hefur ekki verið í háa herrans tíð,“ sagði Helgi
„Ég held að hann taki Willum Willumsson. Það er ekki hægt að sleppa honum,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.