Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Framtíð Mason Greenwood hjá Manchester United gæti farið að skýrast. Mál gegn honum var fellt niður í vetur, en hann var kærður fyrir naugðun og ofbeldi í nánu sambandi.
„Er ekki skrýtið að þetta sé í umræðunni?“ spyr Helgi í þættinum
Horfðu á þáttinn í heild hérna
Hrafnkell telur Greenwood ekki eiga framtíð hjá United.
„Hann mun aldrei spila fyrir United aftur. Styrktaraðilar myndu ganga í burtu. Það eru til upptökur af því sem gerðist.“
Umræðan í heild er í spilaranum.