Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur verið ákærður af UEFA fyrir hegðun sína í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Mourinho var virkilega ósáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum sem lauk með sigri Sevilla.
Sevilla vann leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni en Mourinho var lengi að sætta sig við tapið.
Eftir leik var Portúgalinn mættur á bílastæðið fyrir utan völlinn þar sem hann kallaði að Taylor og sagði hans frammistöðu vera til skammar.
Mourinho gæti átt yfir höfði sér bann eða þá allavega sekt ef hann er fundinn sekur um að hafa áreitt enska dómarann.