Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Það sköpuðust heitar umræður á Twitter í vikunni um þá óheppni Breiðabliks í Bestu deild karla að spila fjöldan allan af leikjum á vondum grasvöllum í Bestu deildinni það sem af er.
Einhverjir sögðu Blikum að aðlagast aðstæðum en aðrir töldu aðstæður óásættanlegar.
„Það er ekkert nýtt að skrýtin umræða fari af stað á Twitter,“ sagði Helgi léttur.
Horfðu á þáttinn í heild hérna
„Þetta er bara bullandi óheppni. Ég steig þarna inn á nokkrum dögum áður og þetta var ekki boðlegt. Ég skil þá samt vel að fara með leikinn á þennan völl á móti Breiðabliki,“ sagði Hrafnkell, en Blikar gerðu jafntefli við Keflavík í síðasta leik.
Ásgerður segir ekki hægt að breyta leikplani mikið fyrir einn stakan leik á lélegum velli.
„Það er ekki svo auðvelt. Það er allt öðruvísi að spila á svona völlum. Það bitnar meira á liðum eins og Breiðabliki. Þú breytir ekkert öllu fyrir þennan eina leik.“
Umræðan í heild er í spilaranum.