Manchester United á ekki möguleika á að vinna deildina á næstu leiktíð jafnvel þó félagið fái til sín Victor Osimhen.
Osimhen er einn heitasti biti Evrópu í dag en hann leikur með Napoli og skoraði 25 mörk í 31 leik á tímabilinu.
Andy Cole, goðsögn Man Utd, telur að það sé hvergi nærri nóg til að vinna deildina en Man Utd endaði í þriðja sætinu á tímabilinu sem var að ljúka.
Osimhen er orðaður við flest stórlið Evrópu og eru góðar líkur á að hann verði farinn annað í sumar.
,,Nei, Manchester United á ekki möguleika á að vinna deildina á næsta tímabili. Það er pirrandi þegar fólk heldur að það að kaupa tvo leikmenn vinni deildina fyrir þig,“ sagði Cole.
,,Af hverju er Manchester City í svona góðri stöðu ef það tekur bara tvo leikmenn? Þessir tveir leikmenn gætu innihaldið Victor Osimhen en það hjálpar Man Utd ekki að vinna deildina.“