Vestri 2 – 0 Njarðvík
1-0 Ibrahima Balde(’36)
2-0 Benedikt V. Warén(’45)
Vestri vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild karla í dag er liðið mætti Njarðvík í eina leik dagsins.
Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Njarðvík spilaði manni færri alveg frá 19. mínútu.
Robert Blakala, markmaður Njarðvíkur, fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir að grípa boltann langt fyrir utan teig.
Ibrahima Balde skoraði svo fyrir Vestra á 36. mínútu og gerði Benedikt V. Warén út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.