Darragh MacAnthony, eigandi Peterborough á Englandi, er alls ekki vinsælasti maðurinn í Bandaríkjunum þessa stundina.
MacAnthony tjáði sig um fall Leeds úr ensku úrvalsdeildinni en liðið er á leið niður um deild og spilar í Championship næsta vetur.
Tímabil Leeds var alls ekki frábært en Jesse March var til að byrja með stjóri liðsins og fékk til sín Bandaríkjamenn í sumar og í janúar.
MacAnthony segir að leikmennirnir sem voru fengnir inn séu ekki nógu góðir en landsliðsmennirnir eru þeir Brenden Aaronson, Tyler Adams og Weston McKennie.
,,Já þeir féllu úr úrvalsdeildinni því þeir ákváðu að kaupa helminginn af bandaríska landsliðinmu sem voru ekki nógu góðir,“ sagði MacAnthony.
,,Þeir fengu líka inn yfirmann knattspyrnumála sem var þarna áður og ef hann væri gerður úr súkkulaði myndi hann borða sjálfan sig. Það eru margir hlutir sem eigandinn sér eftir.“