Sam Allardyce mun ekki stýra Leeds á næsta tímabili en honum mistókst að halda liðinu í efstu deild.
Allardyce var fenginn inn undir lok tímabilsins en gengið batnaði lítið undir hans stjórn og fer liðið í næst efstu deild.
Það er í raun ótrúlegt hvað Allardyce þénaði sem stjóri Leeds á stuttum tíma en hann fékk í laun 20 þúsund pund á dag.
Allardyce þénaði alls 500 þúsund pund á aðeins 25 dögum sem stjóri Leeds en hann hefur verið þekktur fyrir það að halda liðum í efstu deild.
Bónusinn hefði þó hækkað verulega hefði Englendingurinn haldið Leeds í efstu deild og hefði hann þá fengið þrjár milljónir punda í bónus.