Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, ætlar að hafna risatilboði frá Sádí Arabíu til að spila áfram á Spáni.
Marca á Spáni fullyrðir þessar fréttir en um tíma var útlit fyrir að Benzema væri á leið í sömu deild og Cristiano Ronaldo.
Al-Ittihad í Sádí Arabíu sýndi Benzema mikinn áhuga og var tilbúið að gera hann að einum launahæsta leikmanni deildarinnar.
Marca segir hins vegar að Benzema sé búinn að ræða við stjórn Real og ætlar að spila áfram með félaginu 2024.
Benzema er orðinn 35 ára gamall en hann hefði fengið 400 milljónir evra á tveimur árum með því að samþykkja risatilboðið.