Leikmenn sem sofa hjá fjórum sinnum í mánuði eiga ekki heima í liðinu hjá Diego Simeone þjálfara Atletico Madrid á Spáni.
Hinn litríki karakter frá Argentínu var í viðtali á Spáni.
Þar kom til umræðu að Spánverjar stunda að meðaltali kynlíf 56 sinnum á ári, Simeone sættir sig ekki við slíka meðalmennsku.
„56 sinnum á ári? Hvað er það oft í mánuði? Fjórum sinnum, nei það gengur ekki,“ sagð Simeoney.
„Ef þú sefur hjá fjórum sinnum í mánuði þá hefur þú ekkert að gera í mitt lið.“
Simeone er 53 ára gamall en hann giftist Carla Pereyra árið 2019 en það er í annað sinn sem Simeone giftir sig.
Þau eiga tvö börn saman. „Fimmtán sinnum í mánuði hjá okkur? Ég ætla nú ekki að segja það en við erum í góðum málum.“