Barcelona og Wolfsburg leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu á morgun. Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er á mála hjá síðarnefnda liðinu.
Börsungar hafa farið í úrslitaleikinn undanfarin tvö ár og eru með ógnarsterkt lið. Það verður því alvöru verkefni fyrir Sveindísi og stöllur að kljást við þær í Eindhoven á morgun.
Í tilefni að leiknum er Sveindís í ítarlegu viðtali við Íþróttavikuna, sem frumsýnd er klukkan 21 í kvöld hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.
Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu.