Rob McElhenney og Ryan Reynolds eigendur West Ham rifu fram 90 milljónir króna svo leikmenn liðsins gætu skemmt sér í Las Vegas á dögunum.
Wrexham er komið upp úr utandeildinni á Englandi og verður í fjórðu efstu deild á næstu leiktíð.
„Ég fór í Vegas ferðina og þetta var bara alvöru vinna,“ segir Ben Foster markvörður liðsins sem lék síðustu leiki tímabilsins með Wrexham.
„Rob og Reynolds skipulögðu allt fyrir okkur, ég hef aldrei séð svona áður.“
„Við lentum og það var beint í sturtu, við fórum svo á Hakkasan að borða og svo beint á Hakkasan næturklúbbinn. Þeir borguðu allt, alla ferðina.“
Foster giskar á að ferðin hafi kostað ansi háa upphæð. „Þetta hlýtur að vera 500 þúsund pund, hálf milljón punda. Þeir sáu um gjörsamlega allt.“