Tveir ítalskir knattspyrnumenn eru sakaðir um að hafa hópnauðgað stúlku úr menntaskóla sem þeir hittu á skemmtistað í Mílanó fyrr á þessu ári.
Matta Lucarelli leikmaður Livorno og Federico Apolloni leikmaður Follonico í Seriu D voru handteknir í janúar.
Meint brot á að hafa átt sér stað í mars á síðasta ári í íbúð í Mílanó.
Stúlkan sem er nemi frá Bandaríkjunum sakar mennina um að hafa nauðgað sér en báðir hafa þeir nú verið ákærðir fyrir kynferðisbrot.
Þrír vinir þeirra eru sakaðir um að hafa tekið þátt í því að nauðga konunni en málið verður tekið fyrir á næstunni.
Matta er sonur Cristiano Lucarelli sem átti farsælan feril sem framherji hjá Livorno og var landsliðsmaður fyrir Ítalíu.