Það er alltaf stuð og stemning á pöllunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú hefur verið birtur listi yfir hversu vel var mætt á heimavelli liðanna í deildinni.
Að meðaltali mættu 40.444 á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins þýska úrvalsdeildin var með betri mætingu.
Listinn sem um ræðir sýnir hversu stóran hluta leikvanga sinna félögin í ensku úrvalsdeildinni fylltu að meðaltali á leiktíðinni í prósentum talið.
Besta mætingin var á London-leikvanginn, heimavöll West Ham. Þar var 99,9% mæting.
Heimavellir Newcastle, Tottenham, Arsenal, Everton, Brentford og Brighton náðu einnig 99% mætingu eða meira.
98,6% mæting var á Old Trafford en 98,3% á Anfield.
Listinn í heild
1. London Stadium (West Ham) – 99.9%
2. St James’ Park (Newcastle) – 99.6%
=3. Tottenham Hotspur Stadium (Tottenham) – 99.2%
=3. Emirates Stadium (Arsenal) – 99.2%
5. Goodison Park (Everton) – 99.1%
=6. Brentford Community Stadium (Brentford) – 99.0%
=6. AMEX Stadium (Brighton) – 99.0%
8. King Power Stadium (Leicester) – 98.8%
9. Old Trafford (Manchester United) – 98.6%
=10. Anfield (Liverpool) – 98.3%
=10. Molineux Stadium (Wolves) – 98.3%
12. Stamford Bridge (Chelsea) – 97.9%
13. Villa Park (Aston Villa) – 97.7%
14. Etihad Stadium (Manchester City) – 96.8%
15. Elland Road (Leeds United) – 96.4%
16. Selhurst Park (Crystal Palace) – 96.1%
17. The City Ground (Nottingham Forest) – 95.9%
18. Craven Cottage (Fulham) – 95.1%
19. St Mary’s Stadium (Southampton) – 93.9%
20. Vitality Stadium (Bournemouth) – 91.0%