Cristiano Ronaldo hefur ekki farið leynt með það að hann hefur mikla trú á framþróun sádi-arabísku deildarinnar.
Hinn 38 ára gamli Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr liðsins í vetur og er ánægður þar.
Á dögunum sagði hann að deildin gæti orðið ein sú besta í heimi.
Ronaldo bendir þó á að það þurfi að bæta eitt og annað.
„Dómarar, myndbandsdómgæslan. Þetta þarf að ganga aðeins hraðar fyrir sig. Það eru litlir hlutir sem þarf að laga,“ segir hann.
„Ef það verður haldið áfram að vinna að þessum hlutum tel ég að eftir fimm ár geti sádi-arabíska deildin orðið ein af þeim fimm bestu í heimi.“