Það virðist ekkert til í slúðursögum um að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Al-Nassr og haldið til Evrópu á ný.
Hinn 38 ára gamli Ronaldo gekk í raðir sádi-arabíska liðsins í vetur og er ánægður þar.
„Ég er mjög ánægður. Ég ég verð hér áfram,“ segir Ronaldo í viðtali.
Portúgalinn vonast til að sjá fleiri stjörnur í Sádi-Arabíu. Karim Benzema og Lionel Messi hafa verið orðaðir við deildina til að mynda.
„Lífið hér er gott og deildin líka. Stórir leikmenn eru velkomnir. Ef þeir koma verður deildin sterkari.“