Miðasala á leik íslenska karlalandsliðsins við Slóvaka hófst nú í hádeginu og er miðasala á tix.is.
Um er að ræða leik í undankeppni EM 2024 og fer hann fram þann 17. júní á laugardalsvelli.
Ísland mætir Portúgölum þremur dögum síðar og verður hægt að kaupa miða á þann leik frá og með þriðjudeginum.
Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024 þar sem Ísland situr í 4. sæti í sínum riðli eftir tap gegn Bosníu-Hersegóvínu og stórsigur gegn Liechtenstein.