Nýjasta Íþróttavikan er komin út. Í þáttunum fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti og fara yfir það helsta úr heimi íþrótta. Þættirnir eru aðgengilegir hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.
Þessa vikuna var fyrrum knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir gestur.
Ásgerður lagði skóna á hilluna í haust eftir glæstan feril, þar sem hún varð til að mynda Íslandsmeistari með Val á síðustu leiktíð.
Nú er hún í þjálfarateymi liðsins.
Horfðu á þáttinn í spilaranum.