Eins og mikið hefur verið fjallað um hefur Manchester United sýnt Harry Kane mikinn áhuga undanfarið.
Félagið er sagt fyrsti kostur leikmannsins og er hann efstur á blaði á Old Trafford.
Nú heldur miðillinn Football Insider því hins vegar fram að United sé að falla frá hugmyndum um að fá Kane.
Telji félagið að erfitt verði að sannfæra Tottenham um að selja hann.
Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum og getur farið frítt næsta sumar, kjósi hann svo.
Football Insider segir hins vegar að United muni frekar snúa sér að Rasmus Hojlund hjá Atalanta.
Hojlund er tvítugur Dani sem er afar spennandi og kostar líklega rúmar 50 milljónir punda.