Grótta lék sér af Leikni í Lengjudeild karla en liðið skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og vann sannfærandi sigur.
Pétur Theodór Árnason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í sigrinum sem var að lokum 5-1.
Leiknir er í tómu tjóni í deildinni og er aðeins með þrjú stig þrátt fyrir að vera með eitt best mannaða lið deildarinnar.
Grótta er með sex stig eftir sigurinn í kvöld en um var að ræða leik í fimmtu umferð.
Grótta 5 – 1 Leiknir R.
1-0 Pétur Theódór Árnason (’15)
2-0 Grímur Ingi Jakobsson (’21)
2-1 Arnór Ingi Kristinsson (’31)
3-1 Aron Bjarki Jósepsson (’32)
4-1 Pétur Theódór Árnason (’48)
5-1 Sigurður Steinar Björnsson (’53)
Markaskorarar frá Fótbolta.net.